Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 18:22 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn í samræmi við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þá vill nefndin einnig endurskoða reglur um vinnubrögð við afgreiðslu beiðna um upplýsinga og fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni. Er það mat nefndarinnar að fyrirkomulagið sé ekki nægilega skilvirkt. Einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum eða úrlausnum mála til hagsbóta fyrir almenning, enda skipti tímasetning aðgangs að upplýsingum meginmáli.Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem var samþykkt samhljóða á fundi nú síðdegis, en nefndin fundaði um niðurstöðu fundar með Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis sem fram fór í morgun.Eðlilegt að taka afstöðu til hæfisÁ fundinum í morgun sagði Tryggvi meðal annars að hann telji ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dósmmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Hann benti á að ráðherrar eru annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn og að hann telji að það hafi verið málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslunni sem tengdust nákomnum aðila hans. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Umboðsmaður bendir á að það geti einmitt skipt máli og verið eðlilegt til þess að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli. Í bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að nefndin telji að framkvæmd mála er varða umsóknir um uppreist æru hafi um árabil ekki verið í samræmi við kröfur sem gera verði til meðferðar mála í stjórnsýslunni. Þess vegna ríki einhugur um að taka reglur um uppreist æru til gagngerrar endurskoðunar og þegar sé hafin vinna við endurskoðun þeirra laga. Uppreist æru Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn í samræmi við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þá vill nefndin einnig endurskoða reglur um vinnubrögð við afgreiðslu beiðna um upplýsinga og fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni. Er það mat nefndarinnar að fyrirkomulagið sé ekki nægilega skilvirkt. Einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum eða úrlausnum mála til hagsbóta fyrir almenning, enda skipti tímasetning aðgangs að upplýsingum meginmáli.Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem var samþykkt samhljóða á fundi nú síðdegis, en nefndin fundaði um niðurstöðu fundar með Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis sem fram fór í morgun.Eðlilegt að taka afstöðu til hæfisÁ fundinum í morgun sagði Tryggvi meðal annars að hann telji ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dósmmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Hann benti á að ráðherrar eru annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn og að hann telji að það hafi verið málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslunni sem tengdust nákomnum aðila hans. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Umboðsmaður bendir á að það geti einmitt skipt máli og verið eðlilegt til þess að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli. Í bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að nefndin telji að framkvæmd mála er varða umsóknir um uppreist æru hafi um árabil ekki verið í samræmi við kröfur sem gera verði til meðferðar mála í stjórnsýslunni. Þess vegna ríki einhugur um að taka reglur um uppreist æru til gagngerrar endurskoðunar og þegar sé hafin vinna við endurskoðun þeirra laga.
Uppreist æru Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira