Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 13:45 Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11