Stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöllinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 12:17 Hlutabréfaverð hefur lækkað þó nokkuð í Kauphöllinni síðan ríkisstjórnin féll. vísir/Daníel Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37
Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58