Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2017 12:00 Það kostar sitt að kjósa og gera má ráð fyrir að þingkosningarnar 28. október muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Fréttablaðið/Eyþór Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira