Þarfnast móðir náttúra umboðsmanns? Tómas Guðbjartsson skrifar 21. september 2017 06:00 Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun