Þingstörfin enn í óvissu: „Erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 15:29 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/hanna Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00