„Vitleysa“ að stilla öldruðum og öryrkjum upp á móti innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 14:57 „Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
„Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira