Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða Samfylkinguna í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:00 Jóhanna, Ágúst, Helga og Páll. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, munu leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins voru samþykktir með lófataki á fundi nú í morgun. Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík. Listana í heild sinni má sjá hér neðst. Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum. Helga Vala Helgadóttir er héraðsdómslögmaður og leikkona auk þess sem hún er umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mammút. Helga Vala starfaði um árabil á fjölmiðlum þar sem hún sinnti dagskrárgerð af ýmsum toga áður en hún sneri sér að fullu að lögmennsku en hún er eigandi Völvu lögmanna. Í lögmannsstörfum sínum hefur Helga Vala meðal annarra sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, sinnt mannréttindamálum og málefnum útlendinga, barna- og fjölskyldurétti auk annars. Síðustu ár hefur Helga Vala sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, meðal annars setið í stjórn Félags íslenskra leikara, í Þjóðleikhúsráði og Höfundarréttarráði. Árin 2009-2010 var Helga Vala formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. REYKJAVÍK SUÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennariJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóriEinar Kárason, rithöfundurEllert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaðurVilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnarÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóriInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri SiðmenntarGuðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands ÍslandsMargrét M. Norðdahl, myndlistarkonaReynir Sigurbjörnsson, rafvirkiSigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og HlíðaTómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemiKolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemiHlal Jarah, veitingamaður á MandiRagnheiður Sigurjónsdóttir, uppeldisfræðingurReynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennariHalla B. Thorkelsson, fyrrverandi formaður HeyrnarhjálparÍda Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í ReykjavíkSigurður Svavarsson, bókaútgefandiSigný Sigurðardóttir, viðskiptafræðingurBjörgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúiJóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra REYKJAVÍK NORÐUR Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkonaPáll Valur Björnsson, grunnskólakennariEva Baldursdóttir, lögfræðingurÞórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmannaNikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemiÞröstur Ólafsson, hagfræðingurSigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í HagaskólaHallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaðurAnna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóriÓli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHMEdda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandiBirgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJJana Thuy Helgadóttir, túlkurLeifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaðurVanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingurHervar Gunnarsson, vélstjóriÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariÞorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaðurIngibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingurGunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir,hagfræðingur og fyrrv. þingkonaDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Kosningar 2017 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, munu leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins voru samþykktir með lófataki á fundi nú í morgun. Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík. Listana í heild sinni má sjá hér neðst. Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum. Helga Vala Helgadóttir er héraðsdómslögmaður og leikkona auk þess sem hún er umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mammút. Helga Vala starfaði um árabil á fjölmiðlum þar sem hún sinnti dagskrárgerð af ýmsum toga áður en hún sneri sér að fullu að lögmennsku en hún er eigandi Völvu lögmanna. Í lögmannsstörfum sínum hefur Helga Vala meðal annarra sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, sinnt mannréttindamálum og málefnum útlendinga, barna- og fjölskyldurétti auk annars. Síðustu ár hefur Helga Vala sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, meðal annars setið í stjórn Félags íslenskra leikara, í Þjóðleikhúsráði og Höfundarréttarráði. Árin 2009-2010 var Helga Vala formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. REYKJAVÍK SUÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennariJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóriEinar Kárason, rithöfundurEllert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaðurVilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnarÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóriInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri SiðmenntarGuðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands ÍslandsMargrét M. Norðdahl, myndlistarkonaReynir Sigurbjörnsson, rafvirkiSigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og HlíðaTómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemiKolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemiHlal Jarah, veitingamaður á MandiRagnheiður Sigurjónsdóttir, uppeldisfræðingurReynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennariHalla B. Thorkelsson, fyrrverandi formaður HeyrnarhjálparÍda Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í ReykjavíkSigurður Svavarsson, bókaútgefandiSigný Sigurðardóttir, viðskiptafræðingurBjörgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúiJóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra REYKJAVÍK NORÐUR Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkonaPáll Valur Björnsson, grunnskólakennariEva Baldursdóttir, lögfræðingurÞórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmannaNikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemiÞröstur Ólafsson, hagfræðingurSigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í HagaskólaHallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaðurAnna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóriÓli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHMEdda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandiBirgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJJana Thuy Helgadóttir, túlkurLeifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaðurVanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingurHervar Gunnarsson, vélstjóriÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariÞorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaðurIngibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingurGunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir,hagfræðingur og fyrrv. þingkonaDagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Kosningar 2017 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent