Formenn flokka útiloka samstarf við Sigmund ekki fyrir fram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við undirritun stjórnarsáttmála árið 2013. Vísir/GVA Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira