Kári segir að Páll Magnússon sé hálfgerður drullusokkur Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 14:25 Salurinn hló dátt þegar hin afdráttar- og miskunnarlausu ummæli Kára um fyrrum undirmann hans féllu. „Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér. Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
„Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér.
Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent