Kári segir að Páll Magnússon sé hálfgerður drullusokkur Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 14:25 Salurinn hló dátt þegar hin afdráttar- og miskunnarlausu ummæli Kára um fyrrum undirmann hans féllu. „Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
„Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira