Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 20:42 Benedikt ávarpaði fylgismenn Viðreisnar á kosningahátíð flokksins í dag. Viðreisn „Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum. Kosningar 2017 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum.
Kosningar 2017 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira