Blæs til stofnfundar Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 18:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vonast til þess að sjá sem flesta á stofnfundi Miðflokksins á morgun. Visir/Auðunn Níelsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15