Næstum 74 prósent vilja hafa völlinn í Vatnsmýrinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Það er yfirlýst markmið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari. Meirihluti fólks vill hafa hann áfram. Vísir/Ernir „Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
„Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira