Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 19:08 Gagnrýnendur orkuáætlunar Obama hafa kennt reglugerðafargani um hnignun kolaiðnaðarins. Sérfræðingjar segja að raunveruleg orsökin sé uppgangur jarðgass og endurnýjanlegra orkugjafa. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00