Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Katalónar hyggjast lýsa yfir sjálfstæði innan nokkurra daga. vísir/afp Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira