Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 15:21 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira