Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 63-77 | Meistararnir sigu fram úr í seinni hálfleik Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 4. október 2017 22:30 Keflavíkurkonur hefja titilvörnina í kvöld. Vísir/Andri Marinó Keflavík hóf titilvörn sína með öruggum 14 stiga sigri á Snæfell í Stykkishólmi í kvöld en lokatölur urðu 63-77. Leikurinn hófst af miklum krafti og var hnífjafn allt undir lok annars leikhluta. Bæði lið sýndu mikla baráttugleði og voru leikmenn beggja liða óhræddir við að kljást um boltan og stinga sér á eftir honum. Keflavík náði engu að síðu hægt og bítandi yfirhöndina í leiknum en segja má að orðið hafi hrun í sóknarleik Snæfells í þriðja leikhluta sem olli því að gestirnir gátu byggt upp forskot sem nýttist vel til leiksloka. Snæfell átti þónokkur góð áhlaup í kvöld þar sem heiðarlegar tilraunir voru gerðar til að ná aftur stjórn á leiknum en á heildina litið átti Keflavík ekki erfitt með að aðlagast leik heimamanna með þeim hætti sem til þurfti til að ná sér í tvö stig í kvöld.Afhverju vann Keflavík?Keflavík hélt einfaldlega sínu striki frá uphafi til enda. Sóknarleikurinn einkenndist af góðu boltaflæði og varnarleikur var erfiður viðureignar fyrir mótherjann. Jafnframt létu Keflavíkurkonur það ekki trufla sig þó að stemmingin virtist vera Snæfellsmegin á köflum.Þessar stóðu upp úr:Hjá Keflavík var Brittanny Dinkins atkvæðamest með 26 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir var einnig öflug með 14 stig og 8 fráköst. Í liði Snæfells skoraði Kristen 23 stig ásamt því að taka 12 fráköst.Hvað gekk illa?Keflavík átti í erfiðleikum með fráköstin í kvöld. Snæfell náði á köflum mikilvægum sóknarfráköstum sem skilaði auðveldum stigum og hefði geta orðið Keflavík dýrkeypt.Sverrir Þór: Haustbragur á þessum leik „Við héldum bara áfram og fórum að vakna í vörninni. Við vorum að spila ágætis vörn en það var mikill sofandaháttur þegar kom að því að taka fráköst. Svo vorum við missandi boltan frá okkur klaufalega,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Það var eins og bæði lið hafi ekki spilað neinn leik í langan tíma en svo fórum við að gera þetta aðeins betur. Við spiluðum ágætis vörn í seinni hálfleik og fórum að frákasta miklu betur. Sóknin lagaðist við það,“ sagði Sverrir sem var ekkert alltof sáttur með frammistöðu síns liðs. „Ég var mest pirraður hversu margar hjá mér virtust ekki vera tengdar í kvöld. En samt, við vinnum og við erum með mikla breidd. Það kemur alltaf einhver með góða frammistöðu þegar maður fer að skipta og það er það sem skitir máli.“Ingi Þór: Vonbrigði að tapa á heimavelli „Við erum að byrja mótið á móti liðinu sem er fyrirfram besta liðið. Keflavík átti ekki góðan leik í dag og við náðum að stríða þeim á nokkra vegu og halda þessu í leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leik. Hann segir að Snæfell hafi farið illa að ráði sínu í dag. „Í dag fannst mér við vera okkar mesti óvinur. Á köflum vorum við að bulla sóknarlega séð og taka erfiðar ákvarðanir sem gaf þeim auðveldar körfur,“ sagði Ingi Þór og bætti við: „Á meðan leikmenn eru að gera sitt besta þá erum við með hausinn uppi og förum full sjálfstrausts í næsta leik sem er á móti Skallagrími í Borgarnesi.“ Dominos-deild kvenna
Keflavík hóf titilvörn sína með öruggum 14 stiga sigri á Snæfell í Stykkishólmi í kvöld en lokatölur urðu 63-77. Leikurinn hófst af miklum krafti og var hnífjafn allt undir lok annars leikhluta. Bæði lið sýndu mikla baráttugleði og voru leikmenn beggja liða óhræddir við að kljást um boltan og stinga sér á eftir honum. Keflavík náði engu að síðu hægt og bítandi yfirhöndina í leiknum en segja má að orðið hafi hrun í sóknarleik Snæfells í þriðja leikhluta sem olli því að gestirnir gátu byggt upp forskot sem nýttist vel til leiksloka. Snæfell átti þónokkur góð áhlaup í kvöld þar sem heiðarlegar tilraunir voru gerðar til að ná aftur stjórn á leiknum en á heildina litið átti Keflavík ekki erfitt með að aðlagast leik heimamanna með þeim hætti sem til þurfti til að ná sér í tvö stig í kvöld.Afhverju vann Keflavík?Keflavík hélt einfaldlega sínu striki frá uphafi til enda. Sóknarleikurinn einkenndist af góðu boltaflæði og varnarleikur var erfiður viðureignar fyrir mótherjann. Jafnframt létu Keflavíkurkonur það ekki trufla sig þó að stemmingin virtist vera Snæfellsmegin á köflum.Þessar stóðu upp úr:Hjá Keflavík var Brittanny Dinkins atkvæðamest með 26 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir var einnig öflug með 14 stig og 8 fráköst. Í liði Snæfells skoraði Kristen 23 stig ásamt því að taka 12 fráköst.Hvað gekk illa?Keflavík átti í erfiðleikum með fráköstin í kvöld. Snæfell náði á köflum mikilvægum sóknarfráköstum sem skilaði auðveldum stigum og hefði geta orðið Keflavík dýrkeypt.Sverrir Þór: Haustbragur á þessum leik „Við héldum bara áfram og fórum að vakna í vörninni. Við vorum að spila ágætis vörn en það var mikill sofandaháttur þegar kom að því að taka fráköst. Svo vorum við missandi boltan frá okkur klaufalega,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Það var eins og bæði lið hafi ekki spilað neinn leik í langan tíma en svo fórum við að gera þetta aðeins betur. Við spiluðum ágætis vörn í seinni hálfleik og fórum að frákasta miklu betur. Sóknin lagaðist við það,“ sagði Sverrir sem var ekkert alltof sáttur með frammistöðu síns liðs. „Ég var mest pirraður hversu margar hjá mér virtust ekki vera tengdar í kvöld. En samt, við vinnum og við erum með mikla breidd. Það kemur alltaf einhver með góða frammistöðu þegar maður fer að skipta og það er það sem skitir máli.“Ingi Þór: Vonbrigði að tapa á heimavelli „Við erum að byrja mótið á móti liðinu sem er fyrirfram besta liðið. Keflavík átti ekki góðan leik í dag og við náðum að stríða þeim á nokkra vegu og halda þessu í leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leik. Hann segir að Snæfell hafi farið illa að ráði sínu í dag. „Í dag fannst mér við vera okkar mesti óvinur. Á köflum vorum við að bulla sóknarlega séð og taka erfiðar ákvarðanir sem gaf þeim auðveldar körfur,“ sagði Ingi Þór og bætti við: „Á meðan leikmenn eru að gera sitt besta þá erum við með hausinn uppi og förum full sjálfstrausts í næsta leik sem er á móti Skallagrími í Borgarnesi.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti