Flestir hafa sett læk við Bjarna að skreyta köku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 12:16 Bjarni sést hér einbeittur á svip í upphafi myndbandsins sem er með yfir 1000 læk á Facebook. Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17
Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01
Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent