Hver er Kjarninn? Daníel Þórarinsson skrifar 4. október 2017 10:00 Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar