Hver er Kjarninn? Daníel Þórarinsson skrifar 4. október 2017 10:00 Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar