„Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 00:15 Guðmundur Hrafn ásamt kærustu sinni í miðborg Barcelona í gær. Kærastan hans hefur komið að skipulagningu fjöldafunda vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Guðmundur Hrafn „Næstu dagar verða mjög forvitnilegir,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson sem hefur verið í Barcelona síðustu daga og fylgst náið með framvindu mála þar í borg. Mikið rót hefur verið í Katalóníu-héraði undanfarna daga eftir að þjóðvarðlið Spánar reyndi að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu íbúa héraðsins um sjálfstæði Katalóníu á sunnudag, sem stjórnlagadómstóll Spánar hafði úrskurðað ólöglega. Filippus Spánarkonungur sagði í ávarpi í gærkvöldi að leiðtogar Katalóníu hefðu vanvirt völd spænska ríkisins og fordæmdi skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu í gær þar sem fólk hópaðist saman til að sýna þjóðaratkvæðagreiðslunni stuðning í verki, en talið er að fleiri en 2,2 milljónir manna hafi greitt atkvæði í henni og 90 prósent þeirra stutt sjálfstæði. Kjörsókn var um 42 prósent sem er talið geta grafið undan stöðu Carles Puigdemont, leiðtoga héraðsstjórnar Katalóníu. Í gærkvöldi lýsti Carles Puigdemont því yfir að héraðsstjórn Katalóníu muni lýsa yfir sjálfstæði í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Fréttastofa BBC spurði Puigdemont hvað myndi gerast ef Spánverjar reyndu taka yfir stjórn Katalóníu. Hann svaraði því til að það yrðu mistök sem myndu breyta öllu.Hér má sjá hluta af mannhafinu sem Guðmundur Hrafn myndaði í miðborg Barcelona í gær.Guðmundur Hrafn.Samfélagsbylting og stórmerkilegt afl „Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við Vísi. Kærasta hans er kvikmyndaframleiðandinn Victòria Marcó Soler sem hefur undanfarin ár komið að skipulagningu fjöldafunda í Katalóníu fyrir hönd sjálfstæðissinna og séð um sjónvarpsútsendingar frá þeim. Hann segir þjóðhátíðarstemmningu hafa ríkt á götum Barcelona í gær þar sem mannfjöldinn fagnaði á sama tíma og hann hélt baráttu sinni fyrir málstaðnum áfram. Svæðið var undir stöðugu eftirliti þar sem mátti sjá þyrlur á sveimi en undir kvöld voru send út skilaboð til fólksins um að koma sér heim, sigurinn væri að mestu unninn og frést hefði af fjölmörgum óeinkennisklæddum lögreglumönnum á leið á svæðið. „Fólk var beðið um að fara varlega til að skapa ekki óróa og gefa yfirvöldum í Madríd ástæðu til að gangsetja ákvæði í lögreglulögunum um að afnema stöðu héraðslögreglunnar í Katalóníu. Þá gætu yfirvöld á Spáni sent mikinn mannskap inn í héraðið og hálfpartinn afnumið sjálfsstjórn þess,“ segir Guðmundur. Hann segir Katalóníumenn öllu vana þegar kemur að ágangi lögreglunnar á Spáni. „Lögreglan kom hérna á þremur skemmtiferðaskipum sem liggja í höfninni í miðborginni. Starfsmenn hafnarinnar tóku hins vegar upp á því að leggja tækjum og tólum víðs vegar á hafnarsvæðinu og neituðu að þjónusta skipin. Starfsmenn hótela tóku líka upp á því að neita að leigja lögreglumönnum herbergi,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að menn hafi fært sig upp á skaftið þegar þeir töldu stöðu sjálfstæðissinna vera orðna sterkari.Katalónskir slökkviliðsmenn, fyrir utan gömlu höfuðstöðvar Franco lögreglunnar í BarcelonaGuðmundur HrafnSlökkviliðsmenn hylltir sem hetjur Hann segir slökkviliðsmenn í Katalóníuhéraði vera hetjur þessarar baráttu því síðastliðna daga hafa þeir gengið einkennisklæddir fram fyrir skjöldu þegar lögreglan hefur ráðist á fólk. „Þeir hafa verið til taks til að skýla fólki og hafa verið hylltir sem hetjur. Það er gríðarlega merkilegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. Mannfjöldinn í miðborg Barcelona í dag var gríðarlegur að sögn Guðmundar. „Að segja að það hafi verið 300 þúsund manns í miðborg Barcelona í dag er eins og að segja að tvö þúsund manns hafi verið á Arnarhóli að fylgjast með flugeldasýningunni á menningarnótt,“ segir Guðmundur og tekur fram að allt dróna- og þyrluflug hafi verið bannað yfir borginni þannig að ekki hafi verið hægt að taka almennilegar fréttamyndir af mannhafinu. Líkt og áður sagði eru Katalónar að sögn Guðmundar öllu vanir þegar kemur að yfirgangi í þeirra garð, og þeir séu viðbúnir öllu.Guðmundur segir að það hafi verið magnað að fylgjast með kraftinum í Katalónum í gær.Guðmundur Hrafn„Það er sagt að það verði pólitískt sjálfsmorð fyrir yfirvöld að Spáni að koma með skriðdreka yfir til Barcelona en það er alltaf möguleiki,“ segir Guðmundur. Leifar af Franco-tímanum Hann nefnir að Spánn hafi verið fasistaríki fram á áttunda áratug síðustu aldar. Leifarnar af Franco-tímanum lifi góðu lífi. „Þetta fólk sem er við völd í Madríd eru það sem Katalónarnir kalla syni og dætur harðstjóra. Þetta er fólk sem mun ábyggilega ekki hika við að beita sömu brögðum og forfeðurnir. Og Katalónar eru viðbúnir öllu frá Madríd, en það er mál manna að hér lyftir enginn hönd á móti, það rétta allir upp hendur þegar lögreglan kemur á svæðið og ætlar enginn að gefa lögreglumönnum tilefni til að svara fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hrunið hafði mikil áhrif Spurður hvað valdi þessum mikla krafti í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í dag svarar hann því að þetta eigi sér að sjálfsögðu langan aðdraganda. Menningarlegur hvati hafi lengi vel drifið baráttuna áfram en á síðustu árum hafi efnahagslegur hvati bæst við. Baráttan eigi rætur sínar að rekja til ársins 1850 en upp úr 1980 hófst endurfæðing katalónskrar menningar sem harðstjórinn Francisco Franco reyndi gagngert að eyða í marga áratugi. Guðmundur segir marga Katalóníubúa hafa tjáð sér að síðastliðna áratugi hafi það verið ein helsta kosningabrella spænskra stjórnmálaflokka að lofa einhverskonar þrengingum á Katalóníumenn og hafi þannig tryggt sér atkvæði á landsvísu. „Því Katalóníumenn eru auðugir og standa straum af 27 prósentum af efnahag Spánar en eru einungis 12 prósent af mannfjöldanum,“ segir Guðmundur.Að segja að það hafi verið 300 þúsund manns í miðborg Barcelona í dag er eins og að segja að tvö þúsund manns hafi verið á Arnarhóli að fylgjast með flugeldasýningunni á menningarnótt,“ segir Guðmundur HrafnGuðmundur Hrafn„Nánast gert að borga upp þjóðarskuldir“ Sjálfstæðishreyfingar hafi ávallt lifað góðu lífi í héraðinu en Guðmundur segir að mikill kraftur hafi færst í hana eftir efnahagshrunið árið 2008. „Þegar Katalónum var nánast gert að borga upp þjóðarskuldir Spánar eftir hrunið, þá byrjar annar hvati sem er ekki menningarlegur heldur efnahagslegur. Þunginn kemur fyrst og fremst eftir hrunið og það sem hefur ýtt undir þetta er andstaða í Madríd við nokkurskonar breytingum á samkomulagi við Katalóníu um einhverskonar tilslakanir. Þeir borga mikið til Spánar og þurfa til dæmis að borga vegatolla á fimm kílómetra fresti sem er hvergi annars staðar á Spáni. Á meðan hafa Baskar nánast ráðið því hversu mikið þeir borga til Spánar eftir að þeir lögðu niður vopn árið 2011.“ Hann segir menningarlega hvatann þó að sjálfsögðu mikinn. Katalónar séu þjóð með 900 ára sögu þar sem þjóðþing var stofnað árið 1130 og þjóðfáni þeirra jafngamall þinginu og tungumálið mun eldra.Sjálfstæðishreyfingar hafi ávallt lifað góðu lífi í héraðinu en Guðmundur segir að mikill kraftur hafi færst í hana eftir efnahagshrunið árið 2008.Guðmundur HrafnUpplýsingin hafi þó skipt miklu máli á síðustu árum og auðveldara að hópa fólki saman í dag. „Katalónar hafa enga tengingu við Spán,“ segir Guðmundur og og nefnir að Katalónar tali flestir um að þeir séu á leið til Spánar þegar þeir fara yfir landamærin. „Þetta er algjörlega ríkt í tungumálinu, í allri hegðun og hugsun hjá fólki,“ segir Guðmundur. Snýst um sjálfsmynd Katalóna Hann hefur komið um átta sinnum til Katalóníu frá því í september í fyrra og fylgist grannt með gangi mála. Kærasta hans er fædd og uppalin í Katalóníu og komin af miklum sjálfstæðissinnum, en afi hennar sat lengi í fangabúðum Franco. Hann segir baráttuna snúast um sjálfsmynd Katalóníumanna. „Katalónía er þjóð sem tapaði stríði við Spán 11. september árið 1714 og strax árið 1850 reyna þeir að fá sjálfstæði aftur. Þeir fengu einhverjar tilslakanir en á Franco-tímanum var því algjörlega hafnað og tungumál þeirra meðal annars bannað í fjörutíu ár og reynt að gera út af við menningararf þeirra og sjálfsmynd. Ég hef fjallað mikið um sjálfsmynd í mínu starfi og þetta er spurning um sjálfsmynd. Þessi stóru þjóðríki geta ekki veitt fólki tilfinningatengsl og þessa sjálfsmynd sem þarf á að halda.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. 30. september 2017 06:00 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Spenna vex í Katalóníu Katalónar greiða atkvæði á sunnudag um hvort þeir eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Forseti héraðsins segir stjórnvöld í Madríd koma fram við þá sem ógn við þjóðaröryggi. 29. september 2017 06:00 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
„Næstu dagar verða mjög forvitnilegir,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson sem hefur verið í Barcelona síðustu daga og fylgst náið með framvindu mála þar í borg. Mikið rót hefur verið í Katalóníu-héraði undanfarna daga eftir að þjóðvarðlið Spánar reyndi að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu íbúa héraðsins um sjálfstæði Katalóníu á sunnudag, sem stjórnlagadómstóll Spánar hafði úrskurðað ólöglega. Filippus Spánarkonungur sagði í ávarpi í gærkvöldi að leiðtogar Katalóníu hefðu vanvirt völd spænska ríkisins og fordæmdi skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu í gær þar sem fólk hópaðist saman til að sýna þjóðaratkvæðagreiðslunni stuðning í verki, en talið er að fleiri en 2,2 milljónir manna hafi greitt atkvæði í henni og 90 prósent þeirra stutt sjálfstæði. Kjörsókn var um 42 prósent sem er talið geta grafið undan stöðu Carles Puigdemont, leiðtoga héraðsstjórnar Katalóníu. Í gærkvöldi lýsti Carles Puigdemont því yfir að héraðsstjórn Katalóníu muni lýsa yfir sjálfstæði í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Fréttastofa BBC spurði Puigdemont hvað myndi gerast ef Spánverjar reyndu taka yfir stjórn Katalóníu. Hann svaraði því til að það yrðu mistök sem myndu breyta öllu.Hér má sjá hluta af mannhafinu sem Guðmundur Hrafn myndaði í miðborg Barcelona í gær.Guðmundur Hrafn.Samfélagsbylting og stórmerkilegt afl „Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við Vísi. Kærasta hans er kvikmyndaframleiðandinn Victòria Marcó Soler sem hefur undanfarin ár komið að skipulagningu fjöldafunda í Katalóníu fyrir hönd sjálfstæðissinna og séð um sjónvarpsútsendingar frá þeim. Hann segir þjóðhátíðarstemmningu hafa ríkt á götum Barcelona í gær þar sem mannfjöldinn fagnaði á sama tíma og hann hélt baráttu sinni fyrir málstaðnum áfram. Svæðið var undir stöðugu eftirliti þar sem mátti sjá þyrlur á sveimi en undir kvöld voru send út skilaboð til fólksins um að koma sér heim, sigurinn væri að mestu unninn og frést hefði af fjölmörgum óeinkennisklæddum lögreglumönnum á leið á svæðið. „Fólk var beðið um að fara varlega til að skapa ekki óróa og gefa yfirvöldum í Madríd ástæðu til að gangsetja ákvæði í lögreglulögunum um að afnema stöðu héraðslögreglunnar í Katalóníu. Þá gætu yfirvöld á Spáni sent mikinn mannskap inn í héraðið og hálfpartinn afnumið sjálfsstjórn þess,“ segir Guðmundur. Hann segir Katalóníumenn öllu vana þegar kemur að ágangi lögreglunnar á Spáni. „Lögreglan kom hérna á þremur skemmtiferðaskipum sem liggja í höfninni í miðborginni. Starfsmenn hafnarinnar tóku hins vegar upp á því að leggja tækjum og tólum víðs vegar á hafnarsvæðinu og neituðu að þjónusta skipin. Starfsmenn hótela tóku líka upp á því að neita að leigja lögreglumönnum herbergi,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að menn hafi fært sig upp á skaftið þegar þeir töldu stöðu sjálfstæðissinna vera orðna sterkari.Katalónskir slökkviliðsmenn, fyrir utan gömlu höfuðstöðvar Franco lögreglunnar í BarcelonaGuðmundur HrafnSlökkviliðsmenn hylltir sem hetjur Hann segir slökkviliðsmenn í Katalóníuhéraði vera hetjur þessarar baráttu því síðastliðna daga hafa þeir gengið einkennisklæddir fram fyrir skjöldu þegar lögreglan hefur ráðist á fólk. „Þeir hafa verið til taks til að skýla fólki og hafa verið hylltir sem hetjur. Það er gríðarlega merkilegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. Mannfjöldinn í miðborg Barcelona í dag var gríðarlegur að sögn Guðmundar. „Að segja að það hafi verið 300 þúsund manns í miðborg Barcelona í dag er eins og að segja að tvö þúsund manns hafi verið á Arnarhóli að fylgjast með flugeldasýningunni á menningarnótt,“ segir Guðmundur og tekur fram að allt dróna- og þyrluflug hafi verið bannað yfir borginni þannig að ekki hafi verið hægt að taka almennilegar fréttamyndir af mannhafinu. Líkt og áður sagði eru Katalónar að sögn Guðmundar öllu vanir þegar kemur að yfirgangi í þeirra garð, og þeir séu viðbúnir öllu.Guðmundur segir að það hafi verið magnað að fylgjast með kraftinum í Katalónum í gær.Guðmundur Hrafn„Það er sagt að það verði pólitískt sjálfsmorð fyrir yfirvöld að Spáni að koma með skriðdreka yfir til Barcelona en það er alltaf möguleiki,“ segir Guðmundur. Leifar af Franco-tímanum Hann nefnir að Spánn hafi verið fasistaríki fram á áttunda áratug síðustu aldar. Leifarnar af Franco-tímanum lifi góðu lífi. „Þetta fólk sem er við völd í Madríd eru það sem Katalónarnir kalla syni og dætur harðstjóra. Þetta er fólk sem mun ábyggilega ekki hika við að beita sömu brögðum og forfeðurnir. Og Katalónar eru viðbúnir öllu frá Madríd, en það er mál manna að hér lyftir enginn hönd á móti, það rétta allir upp hendur þegar lögreglan kemur á svæðið og ætlar enginn að gefa lögreglumönnum tilefni til að svara fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hrunið hafði mikil áhrif Spurður hvað valdi þessum mikla krafti í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í dag svarar hann því að þetta eigi sér að sjálfsögðu langan aðdraganda. Menningarlegur hvati hafi lengi vel drifið baráttuna áfram en á síðustu árum hafi efnahagslegur hvati bæst við. Baráttan eigi rætur sínar að rekja til ársins 1850 en upp úr 1980 hófst endurfæðing katalónskrar menningar sem harðstjórinn Francisco Franco reyndi gagngert að eyða í marga áratugi. Guðmundur segir marga Katalóníubúa hafa tjáð sér að síðastliðna áratugi hafi það verið ein helsta kosningabrella spænskra stjórnmálaflokka að lofa einhverskonar þrengingum á Katalóníumenn og hafi þannig tryggt sér atkvæði á landsvísu. „Því Katalóníumenn eru auðugir og standa straum af 27 prósentum af efnahag Spánar en eru einungis 12 prósent af mannfjöldanum,“ segir Guðmundur.Að segja að það hafi verið 300 þúsund manns í miðborg Barcelona í dag er eins og að segja að tvö þúsund manns hafi verið á Arnarhóli að fylgjast með flugeldasýningunni á menningarnótt,“ segir Guðmundur HrafnGuðmundur Hrafn„Nánast gert að borga upp þjóðarskuldir“ Sjálfstæðishreyfingar hafi ávallt lifað góðu lífi í héraðinu en Guðmundur segir að mikill kraftur hafi færst í hana eftir efnahagshrunið árið 2008. „Þegar Katalónum var nánast gert að borga upp þjóðarskuldir Spánar eftir hrunið, þá byrjar annar hvati sem er ekki menningarlegur heldur efnahagslegur. Þunginn kemur fyrst og fremst eftir hrunið og það sem hefur ýtt undir þetta er andstaða í Madríd við nokkurskonar breytingum á samkomulagi við Katalóníu um einhverskonar tilslakanir. Þeir borga mikið til Spánar og þurfa til dæmis að borga vegatolla á fimm kílómetra fresti sem er hvergi annars staðar á Spáni. Á meðan hafa Baskar nánast ráðið því hversu mikið þeir borga til Spánar eftir að þeir lögðu niður vopn árið 2011.“ Hann segir menningarlega hvatann þó að sjálfsögðu mikinn. Katalónar séu þjóð með 900 ára sögu þar sem þjóðþing var stofnað árið 1130 og þjóðfáni þeirra jafngamall þinginu og tungumálið mun eldra.Sjálfstæðishreyfingar hafi ávallt lifað góðu lífi í héraðinu en Guðmundur segir að mikill kraftur hafi færst í hana eftir efnahagshrunið árið 2008.Guðmundur HrafnUpplýsingin hafi þó skipt miklu máli á síðustu árum og auðveldara að hópa fólki saman í dag. „Katalónar hafa enga tengingu við Spán,“ segir Guðmundur og og nefnir að Katalónar tali flestir um að þeir séu á leið til Spánar þegar þeir fara yfir landamærin. „Þetta er algjörlega ríkt í tungumálinu, í allri hegðun og hugsun hjá fólki,“ segir Guðmundur. Snýst um sjálfsmynd Katalóna Hann hefur komið um átta sinnum til Katalóníu frá því í september í fyrra og fylgist grannt með gangi mála. Kærasta hans er fædd og uppalin í Katalóníu og komin af miklum sjálfstæðissinnum, en afi hennar sat lengi í fangabúðum Franco. Hann segir baráttuna snúast um sjálfsmynd Katalóníumanna. „Katalónía er þjóð sem tapaði stríði við Spán 11. september árið 1714 og strax árið 1850 reyna þeir að fá sjálfstæði aftur. Þeir fengu einhverjar tilslakanir en á Franco-tímanum var því algjörlega hafnað og tungumál þeirra meðal annars bannað í fjörutíu ár og reynt að gera út af við menningararf þeirra og sjálfsmynd. Ég hef fjallað mikið um sjálfsmynd í mínu starfi og þetta er spurning um sjálfsmynd. Þessi stóru þjóðríki geta ekki veitt fólki tilfinningatengsl og þessa sjálfsmynd sem þarf á að halda.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. 30. september 2017 06:00 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Spenna vex í Katalóníu Katalónar greiða atkvæði á sunnudag um hvort þeir eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Forseti héraðsins segir stjórnvöld í Madríd koma fram við þá sem ógn við þjóðaröryggi. 29. september 2017 06:00 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. 30. september 2017 06:00
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15
Spenna vex í Katalóníu Katalónar greiða atkvæði á sunnudag um hvort þeir eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Forseti héraðsins segir stjórnvöld í Madríd koma fram við þá sem ógn við þjóðaröryggi. 29. september 2017 06:00
Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05