Umboðsmaður barna segir IKEA mismuna fötluðum börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2017 09:15 Í áliti umboðsmanns segir að IKEA hafi að mörgu leyti verið til fyrirmyndar og sýnt börnum og fjölskyldum þeirra mikinn skilning. Vísir/Ernir Umboðsmaður barna segir IKEA mismuna börnum með sérþarfir vegna þess að þeim er bannað að vera í leiksvæði verslunarinnar, Smálandi, með foreldri eða stuðningsaðila. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi segir að ástæðan sé einfaldlega sú að strangar reglur gildi um Smálandið til að tryggja öryggi barna. „Við fengum ábendingu frá konu sem hafði farið þarna með barnið sitt. Þar sem barnið gat ekki leikið sér þarna eitt inni þá hafði hún farið fram á að eldra systkini fengi að vera með. Því var synjað og ég skil það mjög vel því eldra systkinið var ekki orðið lögráða og á ekki að þurfa að bera ábyrgð á einhverfu yngra systkini inni í slíku rými,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, í samtali við Vísi. Hún segist hafa skrifað Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi bréf, sagt honum frá ábendingu og sent fyrirspurn um hvort að fullorðinn einstaklingur eða liðveisla hefði getað fengið aðgang að leiksvæðinu. „Svarið var einfaldlega klárt nei, það fær enginn utanaðkomandi aðili að fara þarna inn með börnum og ef barn þarf stuðning þá getur það ekki leikið sér þarna inni því þeir eru ekki með mannskap í það.“Útskýringar um áreiti langsóttar Sigrún segist hafa þá spurt hvort að fyrirtækið hafi íhugað að endurskoða reglurnar ef að um foreldri eða stuðningsfulltrúa væri að ræða. „Svarið var bara afgerandi nei, þeir vildu ekki taka þá áhættu því viðkomandi aðili gæti áreitt börnin. Eins langsótt og það er. Svo ég kannaði hvernig þetta væri í Svíþjóð, þar má stuðningsfulltrúi eða foreldri vera með barni. Samskonar reglur gilda í Danmörku. í Skotlandi þá var einfaldlega sagt að ef að foreldri hringdi með til dæmis klukkutíma fyrirvara og léti vita að von væri á fötluðu barni þá yrði einfaldlega fundinn starfsmaður til að sinna barninu í gæslunni.“ Sigrún segir að fyrir um viku hafi samtökin aftur haft samband við IKEA og spurt hvort að hægt væri að finna starfsmann til að sinna barni sem þyrfti stuðning ef gefinn væri ákveðinn fyrirvari. Aftur var svarið nei. Samtökin hafi þá leitað álits Umboðsmanns barna.Mikilvægt að IKEA komi til móts við þarfir fatlaðra barna Í áliti sínu segir Umboðsmaður meðal annars að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé lögð rík áhersla á að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn og að þeim sé ekki mismunað á grundvelli fötlunar sinnar. „Umboðsmaður sýnir því fullan skilning að aðstæður geti verið slíkar að starfsfólk treysti sér ekki til að taka við börnum með fötlun og bera ábyrgð á þeim. Í slíkum aðstæðum þarf samt sem áður að gera ráðstafanir sem tryggja að viðkomandi barni sé ekki meinaður aðgangur að Smálandi og þ.a.l. mismunað á grundvelli fötlunar. Smáland er mjög eftirsóknarverð leikaðstaða meðal barna og tekur umboðsmaður heilshugar undir þau sjónarmið verslunarinnar að þar eigi fyllsta öryggis að vera gætt. Umboðsmaður telur því skiljanlegt að verslunin vilji takmarka aðgang við ákveðinn aldur á þann hátt að þar sé eldri börnum ekki leyft að fylgjast með yngri systkinum. Öðru máli ætti þó að gegna um foreldra eða stuðningsfulltrúa barna með sérþarfir,“ segir í áliti embættisins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Þar segir að IKEA hafi að mörgu leyti verið til fyrirmyndar og sýnt börnum og fjölskyldum þeirra mikinn skilning. Því sé mikilvægt að verslunin komi til móts við þarfir fatlaðra barna og foreldra þeirra í þeim tilvikum þar sem börn treysta sér ekki til að vera ein í Smálandi eða geta það ekki. „Í tölvupóstsamskiptum IKEA og Einhverfusamtakanna kemur fram að IKEA hafi sýnt viðleitni til að koma til móts við barn með því að bjóða því að koma í Smáland áður en verslunin opnar til að venja það við aðstæður, þannig að með tímanum gæti það treyst sér til að fara eitt í Smáland án aðstoðar. Umboðsmaður fagnar því að reynt sé að koma til móts við barnið með einhverjum hætti en ljóst er að umrædd lausn myndi ekki henta öllum börnum með sérþarfir, enda eru þarfir þeirra ólíkar. Þannig er nauðsynlegt að reyna að finna leið til að koma til móts við öll börn með jafnræðissjónarmið að leiðarljósi.“Fötluð börn velkomin ef þau geta leikið sér sjálf Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að reglur um Smáland séu allar gerðar með það að leiðarljósi að tryggja öryggi barna. Þau skilyrði sem þurfi að uppfylla til að fá aðgang að svæðinu séu að barnið sé á aldrinum þriggja til sjö ára, það geti leikið sér sjálft og geti látið vita ef það þurfi að fara á salerni. „Það er tekið á móti börnum svo lengi sem þau uppfylla þessi þrjú skilyrði. Einhverfa, Downs-heilkenni, fötlun eða önnur frávik hafa engin áhrif á þetta,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Hann útskýrir að áður hafi börn upp í tíu ára verið velkomin en það hafi verið lækkað niður í sjö ára til að tryggja öryggi yngri barna. „Eftir því sem árin hafa liðið og reynslan hefur komið þá höfum við þrengt aldursbilið þannig að í dag er það þannig að við erum að tala um 3-7 ára börn. Við vorum með 3-10 ára áður og þá vorum við að lenda í því að eldri krakkar, kannski 8-10 ára strákar voru að truntast með litlu krakkana. Þriggja ára börn áttu að okkar mati ekki samleið með að leika sér með 9 ára strákum. Þannig að við þrengdum aldursbilið fyrir mörgum árum síðan og það hefur gengið mjög snuðrulaust fyrir sig.“Vilja tryggja öryggi barna Hann segist hafa fengið skilaboð frá móðurinni sem um ræðir í vor. Bæði móðirin og barnið hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að drengurinn gæti ekki leikið sér í Smálandi í fylgd bróður síns. Hann hafi þó reynt að vera bæði skýr og sanngjarn í svari sínu um umtökuskilyrðin. „Þessar reglur eru settar með öryggi barna í huga. Hér er fólk að treysta okkur fyrir börnunum sínum og það er bara meiriháttar mál að vera með þrjátíu börn í pössun. Fólk treystir því að við tökum við gífurlegum fjölda barna á ári án þess að það komi upp vandamál. Það er vegna þess að við erum með strangar reglur. Ég er að lofa foreldrum að börnin þeirra séu í litlum hóp barna af svipuðum aldri.“ Aðspurður um hvað komi í veg fyrir að stuðningsfulltrúa eða foreldri sé hleypt inn í fylgd fatlaðra barna líkt og tíðkist í nágrannalöndum segir hann að einfaldlega sé ekki nægt pláss til að koma til móts við það í versluninni á Íslandi. „Smálandið hjá þessum búðum er mikið mikið stærra. Við náum ekki inn nema um 30 börnum. Við erum ekki með pláss fyrir þetta þannig við getum ekki tekið almennilega á móti fötluðum einstaklingi í hjólastól. Við erum einfaldlega ekki með fermetrana til að geta gert það eins og menn. Við erum með í huga breytingar á versluninni, en það verður reyndar ekki alveg strax. Þá munum við reyna að stækka þetta svæði.“ IKEA Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Umboðsmaður barna segir IKEA mismuna börnum með sérþarfir vegna þess að þeim er bannað að vera í leiksvæði verslunarinnar, Smálandi, með foreldri eða stuðningsaðila. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi segir að ástæðan sé einfaldlega sú að strangar reglur gildi um Smálandið til að tryggja öryggi barna. „Við fengum ábendingu frá konu sem hafði farið þarna með barnið sitt. Þar sem barnið gat ekki leikið sér þarna eitt inni þá hafði hún farið fram á að eldra systkini fengi að vera með. Því var synjað og ég skil það mjög vel því eldra systkinið var ekki orðið lögráða og á ekki að þurfa að bera ábyrgð á einhverfu yngra systkini inni í slíku rými,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, í samtali við Vísi. Hún segist hafa skrifað Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi bréf, sagt honum frá ábendingu og sent fyrirspurn um hvort að fullorðinn einstaklingur eða liðveisla hefði getað fengið aðgang að leiksvæðinu. „Svarið var einfaldlega klárt nei, það fær enginn utanaðkomandi aðili að fara þarna inn með börnum og ef barn þarf stuðning þá getur það ekki leikið sér þarna inni því þeir eru ekki með mannskap í það.“Útskýringar um áreiti langsóttar Sigrún segist hafa þá spurt hvort að fyrirtækið hafi íhugað að endurskoða reglurnar ef að um foreldri eða stuðningsfulltrúa væri að ræða. „Svarið var bara afgerandi nei, þeir vildu ekki taka þá áhættu því viðkomandi aðili gæti áreitt börnin. Eins langsótt og það er. Svo ég kannaði hvernig þetta væri í Svíþjóð, þar má stuðningsfulltrúi eða foreldri vera með barni. Samskonar reglur gilda í Danmörku. í Skotlandi þá var einfaldlega sagt að ef að foreldri hringdi með til dæmis klukkutíma fyrirvara og léti vita að von væri á fötluðu barni þá yrði einfaldlega fundinn starfsmaður til að sinna barninu í gæslunni.“ Sigrún segir að fyrir um viku hafi samtökin aftur haft samband við IKEA og spurt hvort að hægt væri að finna starfsmann til að sinna barni sem þyrfti stuðning ef gefinn væri ákveðinn fyrirvari. Aftur var svarið nei. Samtökin hafi þá leitað álits Umboðsmanns barna.Mikilvægt að IKEA komi til móts við þarfir fatlaðra barna Í áliti sínu segir Umboðsmaður meðal annars að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé lögð rík áhersla á að fötluð börn njóti mannréttinda til jafns við önnur börn og að þeim sé ekki mismunað á grundvelli fötlunar sinnar. „Umboðsmaður sýnir því fullan skilning að aðstæður geti verið slíkar að starfsfólk treysti sér ekki til að taka við börnum með fötlun og bera ábyrgð á þeim. Í slíkum aðstæðum þarf samt sem áður að gera ráðstafanir sem tryggja að viðkomandi barni sé ekki meinaður aðgangur að Smálandi og þ.a.l. mismunað á grundvelli fötlunar. Smáland er mjög eftirsóknarverð leikaðstaða meðal barna og tekur umboðsmaður heilshugar undir þau sjónarmið verslunarinnar að þar eigi fyllsta öryggis að vera gætt. Umboðsmaður telur því skiljanlegt að verslunin vilji takmarka aðgang við ákveðinn aldur á þann hátt að þar sé eldri börnum ekki leyft að fylgjast með yngri systkinum. Öðru máli ætti þó að gegna um foreldra eða stuðningsfulltrúa barna með sérþarfir,“ segir í áliti embættisins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Þar segir að IKEA hafi að mörgu leyti verið til fyrirmyndar og sýnt börnum og fjölskyldum þeirra mikinn skilning. Því sé mikilvægt að verslunin komi til móts við þarfir fatlaðra barna og foreldra þeirra í þeim tilvikum þar sem börn treysta sér ekki til að vera ein í Smálandi eða geta það ekki. „Í tölvupóstsamskiptum IKEA og Einhverfusamtakanna kemur fram að IKEA hafi sýnt viðleitni til að koma til móts við barn með því að bjóða því að koma í Smáland áður en verslunin opnar til að venja það við aðstæður, þannig að með tímanum gæti það treyst sér til að fara eitt í Smáland án aðstoðar. Umboðsmaður fagnar því að reynt sé að koma til móts við barnið með einhverjum hætti en ljóst er að umrædd lausn myndi ekki henta öllum börnum með sérþarfir, enda eru þarfir þeirra ólíkar. Þannig er nauðsynlegt að reyna að finna leið til að koma til móts við öll börn með jafnræðissjónarmið að leiðarljósi.“Fötluð börn velkomin ef þau geta leikið sér sjálf Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að reglur um Smáland séu allar gerðar með það að leiðarljósi að tryggja öryggi barna. Þau skilyrði sem þurfi að uppfylla til að fá aðgang að svæðinu séu að barnið sé á aldrinum þriggja til sjö ára, það geti leikið sér sjálft og geti látið vita ef það þurfi að fara á salerni. „Það er tekið á móti börnum svo lengi sem þau uppfylla þessi þrjú skilyrði. Einhverfa, Downs-heilkenni, fötlun eða önnur frávik hafa engin áhrif á þetta,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Hann útskýrir að áður hafi börn upp í tíu ára verið velkomin en það hafi verið lækkað niður í sjö ára til að tryggja öryggi yngri barna. „Eftir því sem árin hafa liðið og reynslan hefur komið þá höfum við þrengt aldursbilið þannig að í dag er það þannig að við erum að tala um 3-7 ára börn. Við vorum með 3-10 ára áður og þá vorum við að lenda í því að eldri krakkar, kannski 8-10 ára strákar voru að truntast með litlu krakkana. Þriggja ára börn áttu að okkar mati ekki samleið með að leika sér með 9 ára strákum. Þannig að við þrengdum aldursbilið fyrir mörgum árum síðan og það hefur gengið mjög snuðrulaust fyrir sig.“Vilja tryggja öryggi barna Hann segist hafa fengið skilaboð frá móðurinni sem um ræðir í vor. Bæði móðirin og barnið hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að drengurinn gæti ekki leikið sér í Smálandi í fylgd bróður síns. Hann hafi þó reynt að vera bæði skýr og sanngjarn í svari sínu um umtökuskilyrðin. „Þessar reglur eru settar með öryggi barna í huga. Hér er fólk að treysta okkur fyrir börnunum sínum og það er bara meiriháttar mál að vera með þrjátíu börn í pössun. Fólk treystir því að við tökum við gífurlegum fjölda barna á ári án þess að það komi upp vandamál. Það er vegna þess að við erum með strangar reglur. Ég er að lofa foreldrum að börnin þeirra séu í litlum hóp barna af svipuðum aldri.“ Aðspurður um hvað komi í veg fyrir að stuðningsfulltrúa eða foreldri sé hleypt inn í fylgd fatlaðra barna líkt og tíðkist í nágrannalöndum segir hann að einfaldlega sé ekki nægt pláss til að koma til móts við það í versluninni á Íslandi. „Smálandið hjá þessum búðum er mikið mikið stærra. Við náum ekki inn nema um 30 börnum. Við erum ekki með pláss fyrir þetta þannig við getum ekki tekið almennilega á móti fötluðum einstaklingi í hjólastól. Við erum einfaldlega ekki með fermetrana til að geta gert það eins og menn. Við erum með í huga breytingar á versluninni, en það verður reyndar ekki alveg strax. Þá munum við reyna að stækka þetta svæði.“
IKEA Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira