Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. október 2017 06:00 Stúdentar mótmæltu lögregluofbeldi í Barcelona í gær. Framferði stjórnvalda í Madrid hefur verið mótmælt um alla Evrópu. Stjórnvöld í Katalóníu segjast enn vilja ná friðsamlegu samkomulagi við þau í Madrid. vísir/epa Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57