Vill taka á bónusum í fjármálageiranum með skattlagningu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 19:33 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira