Börnin, skólar og símar Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2017 11:59 Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun