Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2017 21:00 761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45