Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira