Ólympíusigurvegari var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni liðsins í sjö ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 10:30 McKayla Maroney vann gull og silfur á Ólympíuleikum í skugga kynferðislegs ofbeldis. vísir/getty Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017 Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Sjá meira
Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017
Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Sjá meira