Skapandi og græn fjarheilbrigðisþjónusta Óttarr Proppé skrifar 19. október 2017 09:00 Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun