Viljum við kjósa svona samfélag? Ellen Calmon skrifar 18. október 2017 16:45 Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun