Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 13:45 Ágúst Ólafur Ágústsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15