Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 12:19 vísir/eyþór FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38