Konur og fjármál Dóra Sif Tynes skrifar 18. október 2017 10:30 Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun