Trump boðar slag við McCain Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 18:00 Donald Trump og John McCain. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira