Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson skrifar 18. október 2017 07:00 Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar