Karlar, nú stoppum við hver annan! Fjölnir Sæmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun