McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 11:54 McCain tók við frelsisorðu við hátíðlega athöfn í Fíladelfíu í gærkvöldi. Hann nýtti tækifærið til að gagnrýna Trump-stjórnina óbeint. Vísir/AFP Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29