Flokkur tiltekinna einstaklinga Gunnar Árnason skrifar 17. október 2017 10:00 Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar