Ólína gengur til liðs við Útvarp Sögu: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 08:00 Ólína Þorvarðardóttir snýr aftur í fjölmiðla. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira