Gylfaginning Lárus S. Lárusson skrifar 16. október 2017 14:45 Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Skoðun Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun