Að gefa dauðum hesti að éta Ólafur Þorri Árnason Klein skrifar 16. október 2017 09:00 Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun