Fótbolti

Veit ekki einu sinni í hvaða heimsálfu ég mun spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty
Dagný Brynjarsdóttir er með lausan samning hjá Portland Thorns eftir þetta tímabil og hún er ekkert búin að ákveða það hvað hún ætlar að gera næst.

Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns liðinu um helgina og hefur unnið titla á báðum tímabilum sínum með liðinu en Portland Thorns varð deildarmeistari í fyrra.

Danska landsliðskonan Nadia Nadim og franska landsliðskonan Amandine Henry eru báðar á förum en forráðamenn Portland Thorns vilja halda okkar konu.

„Ég veit ekki í hvaða heimsálfu ég ætla að spila. Ég veit ekkert. Ég er með ákveðna hluti sem ég er bara að skoða,“ segir Dagný.

„Þeir vilja fá mig aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera en það eina sem ég er búin að ákveða að mig langar að spila fyrir lið þar sem að ég spila á miðjunni,“ segir Dagný.

„Ég get spilað vel í öðrum stöðum en ég spila besta leikinn minn sem miðjumaður og mig langar að halda áfram að verða betri þar til að geta líka hjálpað landsliðinu að komast ennþá lengra líka,“ segir Dagný.

„Þeir vilja meina að ef ég skrifi undir þá verði ég á miðjunni en ég þarf að skoða allt rosalega vel. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta. Núna eru tveir mikilvægir leikir með landsliðinu á næstu tíu dögum og svo ætla ég að taka mér vikufrí og þá þarf ég að fara að hugsa minn gang,“ segir Dagný.


Tengdar fréttir

Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið

Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×