Ályktanir um Evrópumál Jón Sigurðsson skrifar 16. október 2017 10:00 Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Jón Sigurðsson Tengdar fréttir Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00 Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri.
Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00
Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar