1,1 milljarður króna í ósóttar bætur Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 12:52 Una Jónsdóttir segir það vera áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. Íbúðalánasjóður Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una. Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una.
Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira