Segir takmarkanir aldraðra brot á mannréttindum: „Neitum að vera á síðasta söludegi“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 21:08 Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“ Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“
Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent