Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2017 20:00 Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi. Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi.
Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira