Mætti í íslensku landsliðstreyjunni og gaf síðan boltann á karlmennina í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2017 08:00 Halla Tómasdóttir. Mynd/ÍSÍ Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér. Ólympíuleikar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér.
Ólympíuleikar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira