Innlent

Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum

Atli Ísleifsson skrifar
Alþingishúsið
Alþingishúsið vísir/gva
Níu flokkar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í þingkosningunum sem fram fara 28. október næstkomandi. Þrír flokkar bjóða fram í ákveðnum kjördæmum.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Framboðsfrestur rann út nú á hádegi þar sem fulltrúar skiluðu inn framboðslistum og meðmælalistum til yfirkjörstjórna.

Þeir flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum eru Björt framtið, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn.

Alþýðufylkingin býður fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi, og loks býður Dögun fram í Suðurkjördæmi.

Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, býst við að landskjörstjórn muni fyrst berast gögn frá yfirkjörstjórnum á morgun. Yfirkjörstjórnir muni nú fara yfir gögnin sem bárust, þar sem mögulegt sé að einhverjir ágallar séu á framboðunum og þá verður gefinn stuttur frestur til að bæta úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×