Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:44 Vísir/Getty Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum. Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum.
Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira