Fullreynt með Benedikt í brúnni Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín er nú tekin við formennsku í Viðreisn. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira