Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. október 2017 06:00 Sambandssinnar í Katalóníu hafa mótmælt aðgerðum héraðsstjórnarinnar. Vísir/EPA Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira